Bonzano kardináli

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Cardinal Bonzano and the translation is 100% complete.

Kardinálinn Bonzanó bjó í Chicago og reis upp til himins eftir andlát sitt árið 1927. Hann var preláti rómversk-kaþólsku kirkjunnar í mörg ár. Á meðan hann þjónaði sem prestur sá hann fjólubláa logann í hugleiðslu. Á ákveðinni stund í bænum sínum varð fjólublái loginn lifandi hluti af honum, dag eftir dag. Með fjólubláa loganum og þjónustu sinni gat hann umbreytt nægilega miklu af karma sínu til að vinna sér inn uppstigningu sína.

Bonsano kardináli

Frá því að hann steig upp til himins hefur Bonzano kardínáli sagt:

Áður en ég steig upp til himins, sem embættismaður hinnar heilögu kirkju sem ég þá tilheyrði, þráði ég af öllu hjarta að tryggja mér úr hendi Guðs öll þau undur sem kærleikur hans gat fært. Og þannig var mér kennt innra með mér lögmál fjólubláa logans og ég þekkti innra samfélag við Saint Germain, sem hefur verið veitt öðrum höfðingjum kirkjunnar öðru hvoru.

Ég var síðar hækkaður upp í stöðu uppstiginnar veru til að umvefja hinn ástkæra meistara Jesú og ég tel það æðsta heiður himins. En þar sem flest okkar eru ekki sátt við að njóta aðeins undra himinsins höldum við áfram að miðla kærleik okkar og þjónustu til mannkyns á margvíslegan hátt. Ótal englar geisla ljósi sínu til jarðar á hverjum degi og flytja kærleiksboðskap frá ráðstefnum okkar og frá ráðstefnum jafnvel stjarna sem eru úr augnsýn ykkar.[1]

Vaivasvata manú ræddi uppstigningu Bonzano kardinála:

Þetta er markmið hvers manns – að ná uppstigningu sinni í ljósið. En uppstigningin í ljósinu, þótt hún sé gjöf til hvers manns, krefst einhverrar áreynslu og einbeitingar. Hið mikla alheimslögmál hefur á ýmsum tímum veitt uppstigningu þeim sem ekki höfðu fulla þjálfun í hinni eða þessari tilteknu starfsemi – sum ykkar þekkja Bonzano kardinála og þið gerið ykkur grein fyrir því að hann steig upp í ljósið. En engu að síður er þessi sérstaka og sértæka þjálfun, áköllun hins helga elds með möntrufyrirmælum, metin af uppstignum meisturum til að veita ómælanlegan árangur og tækifæri þeim sem stunda kenningar þessar og meginreglur.

Þó að einstaklingar geti stundum stigið upp utan þessa vettvangs [Stóra hvíta bræðralagsins], merkir það ekki að þessi leið [sem Bonzano stundaði] sé ekki hröð, verðmæt og ómetanleg. Og þess vegna hvet ég ykkur, fyrir allan kærleik uppstignu meistaranna, fyrir allan kærleik í anda hins Stóra hvíta bræðralags, til að fagna þessu tækifæri til að heyra orð okkar, ganga í þessu ljósi og víkka út ljóslogann innra með ykkur þar til hann verður í samstillingu við alheimseiningu í Guði, hún öðlast frið við þann altæka samhljómi sem býr í öllu.[2]

Við megum kalla til Bonzano kardinála (auk Píusar XII páfa, Jóhannesar XXIII páfa, Padre Pio, heilagrar Thérèse frá Lisieux, móður Cabrini, heilagrar Bernadettu og margra annarra sem stigið hafa upp eftir að hafa lokið þjónustu sinni í rómversk-kaþólsku kirkjunni) á lokaæviskeiði sínu til að stigveldi kaþólsku kirkjunnar megi upplýsast og hinir guðhræddu [kaþólikkar] öðlast aflausn frá öllum ótta og fáfræði sem varðar hinar sönnu kenningar Krists.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, “Bonzano, Cardinal.”

  1. Cardinal Bonzano, 24. nóvember 1963.
  2. Vaivasvata Manu, “Torrents of Divine Love,” “The Radiant Word” („Hinir stríðu straumar guðdómlegs kærleiks,“ „Hið geislandi Orð“), Pearls of Wisdom, 15. bindi, nr. 48, 26. nóvember 1972.