Translations:Oromasis and Diana/22/is
Í dag hef ég með mér fulltrúa frá fjórum ríkjum. Hverjum og einum ykkar er gefinn herflokkur frumefna, sumir frá hverju ríki. Þeir munu vera hjá ykkur og hlýða skipun ykkar sem er miðlæg í demantshjarta Maríu og Morya. Og þeir munu vera hjá ykkur svo lengi sem þið annast þá og nærið þá, takið þá með í köllun ykkar og gefið þeim verkefni aðeins í samræmi við vilja Guðs - svo lengi sem þið misnotið þá ekki heldur kallið á þá í mörgum, mörgum tilgangi í lífi ykkar, án þess að útiloka lækningu fjögurra neðri líkama eða sinna hagnýtum málum.... Þannig eru þeir börn. Og þið megið líta svo á að þið hafið tekið að ykkur lítinn ættbálk í dag sem telur tólf.[1]
- ↑ Oromasis og Díana, „Kallið eftir regnbogaeldinum!“ Template:POW-is