Óttaleysislogi

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Fearlessness flame and the translation is 100% complete.
Other languages:

„Logi óttaleysisins“ er skær hvítur logi með grænum litblæ, virkni fjórða og fimmta geislans. Ljós-geisli er uppstiginn meistari sem hefur þennan loga í brennidepli.

Logi óttaleysis mun smeygja sér inn í undirmeðvitundina þar sem óttinn er sem við vitum ekki af — ótti sem veldur veikindum, rifrildum á heimilinu, alls kyns sundrung og jafnvel pólitískum deilum og stríði.

Við getum unnið að lækningu jarðarinnar með því að beina ljósi Guðs inn í undirvitund fólksins. Sjáið fyrir ykkur loga óttaleysis sem smýgur inn í allar efa og ótta tilfinningar, drunga og örvæntingu. Þegar þið lesið yfir eftirfarandi staðhæfingar, sjáið skugga ótta og efa yfirgefa áru ykkar þegar logarnir blakta allt í kringum ykkur.


Ég ER frjáls frá ótta og efa,
Rek út skort og eymd,
Vitandi nú að öll lífsins gæði
Komi ávallt frá himnum ofan.

Ég ER Guðs gæfuhönd
sem flæðir fram fjársjóði ljóssins,
gnægtarbrunnur fyllir mig
til að uppfylla allar lífsþarfir.
(endurtakið þrisvar sinnum eða í margfeldi af þremur)


Til frekari upplýsinga

Ljós-geisli

Sjá einnig

Guðslogar

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, 4. febrúar 1981.

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Ray-O-Light.”

Elizabeth Clare Prophet and Mark L. Prophet, Creative Abundance: Keys to Spiritual and Material Prosperity