Súrýa

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Surya and the translation is 100% complete.
Other languages:
Súrýa

Súrýa er kosmísk vera frá Síríus. Hann fer með gífurlegan kraft Guðsstjörnunnar fyrir hönd þróunar jarðarinnar. Logi hans er sterkblár með hvítum blæ.

Súrýa birtist í goðafræði og trúarbrögðum Indlands sem bæði sól og sólguð. Sanskríts-orðið surya kemur frá rótinni sur eða svar, sem þýðir "að skína."

Hefðbundin indversk trú

Á miðaldatímabilinu á Indlandi mynduðu tilbiðjendur Súrýa einn af fimm helstu sértrúarsöfnuðunum sem eru við lýði. Tilbeiðslu á Súrýa skipaði sér sess með tilbeiðsla á Shíva, Shaktí, Vishnú og Ganesha. Mikilvægi sólguðsins Súrýa er augljóst í vedískum sálmum og goðafræði hindúa. Gayatri-sálmurinn frá Rig-Veda samkennir Súrýa við hindúaþrenninguna. Sálminum er beint til sólarinnar og tengir Brahma við sólina á morgnana, Shíva við sólina á hádegi og Vishnú við sólina á kvöldin. Tilbeiðslu á Súrýa er endurtekið minnst á í Ramayana, elsta sagnaritinu í sanskríts-ritum. Eftir að hafa farið með bæn til Súrýa sigrar Rama óvin sinn með auðveldum hætti.

Súrýa er venjulega sýndur sitjandi á lótus í gullvagni dreginn af sjö hestum eða af einum hesti með sjö höfuð. Hann fer yfir himininn og fylgist með góðum og slæmum verkum, bæði dauðlegra og ódauðlegra. Vagn Súrýa er venjulega sýndur með aðeins einu hjóli. Litið er á annað hjólið sem táknrænt fyrir þá beinu braut réttlætisins sem hann heldur. Vagnstjórinn er guð dögunarinnar sem ríður fyrir Súrýa og notar líkama sinn til að verja heiminn fyrir ljómandi geislum Súrýa.

Súrýa-musteri í Konark á Indlandi

Ein hindúagoðsögn segir frá því að sólguðinn Súrýa giftist dóttur hins himneska byggingarmeistara guðanna. Henni fannst útgeislun Súrýa of sterk til að bera og hljóp á brott. Súrýa elti konu sína og fann hana eftir langa leit. Þegar þau voru sameinuð á ný breytti byggingarmeistari guðanna Súrýa þannig að konan hans gæti unað sér vel hjá honum. Á meðan hann söng lofsöngva til sólarguðsins sneið byggingarmeistarinn óhóflega útgeislun dýrðar hans af og mótaði hana í kúlulaga lögun. Úr ofgnóttinni bjó hann til vopn fyrir ýmsa guði, þar á meðal þrífork Shíva. Súrýa hélt áfram að ljóma þrátt fyrir breytingarnar. Hann og kona hans eignuðust marga syni. Elstur var Vaivasvata Manú, sem í hindúahefð er forfaðir mannkynsins. Við þekkjum Vaivasvata Manú sem manú fimmta rótarkynsins.

Eitt frægasta musterið tileinkað Súrýa er hið risastóra þrettándu aldar Surya Deula (Sólhofið) í Konark í Orissa-fylki á Indlandi. Þetta 30 metra háa hof og salur þess er hannað í formi risastórs vagns sem borinn er á tólf útskornum steinhjólum og dreginn af sjö steinhestum. Í dag er tilbeiðsla Súrýa sem æðsta guðdómsins takmörkuð við einn lítinn sértrúarsöfnuð, en mynd af Súrýa er í hverju hindúahofi.

Síríus (neðri miðja myndarinnar) með stjörnumerkið Óríon (hægra megin)
Myndað með Hubble-sjónaukanum.

Kosmísk vera

Hinir uppstignu meistarar kenna að guðinn Súrýa sé yfirstjórnandi Guðsstjörnunnar, Síríus. Síríus er bjartasta stjarnan á himnum og er aðsetur Guðs-stjórnarinnar fyrir þennan geira vetrarbrautarinnar. Síríus (þekktur í veraldarlegum skilningi sem „Hundastjarnan“) og er af stjörnufræðingum þekktur fyrir að vera tvístirni í stjörnumerkinu Canis Major. Sirius A, bjartari stjarnanna tveggja, er bláhvít stjarna sem er tuttugu og þrisvar sinnum bjartari en sólin okkar. Síríus B er hvít dvergstjarna sem er ekki sýnileg með berum augum. Með því að minni sólin snýst um þá stærri, sjáum við hollustu chela-nemans Kuskó við gúrú-meistarann Súrýa.

Í andlegum skilningi eru allir komnir frá Síríus. Það er upphafsstaður okkar og heimili okkar á dýpstu stigi tilveru okkar. Eins og Jesús sagði „Í húsi föður míns eru margar vistarverur. ... ég fer burt að búa yður stað?,“[1] þannig að við skiljum að það er sannarlega óðalsetur, kastali ljóssins á Siriusi, hið upprunalega heimili okkar sem við yfirgáfum fyrir svo löngu síðan. Súrýa segir: „Hver sem er af ykkur sem segist koma frá Guðsstjörnunni og teljið það vera bækistöð ykkar, þar sem þið hafið boðist til að þjóna með englum frá Síríusi á þessu áttundarsviði maya-tálsýnarinnar [sem er jarðarlífið].“Pearls of Wisdom, 37. bindi, nr. 36, 4. september, 1994.</ref

Sanat Kúmara talaði um Guðsstjörnuna árið 1979:

Þegar við tölum um Guðsstjörnuna, tölum við um vitundarsvið þar sem þróun lífsins hefur náð hröðun fullkomnunar og áttundasviði ljóssins handan hæstu tíðninnar en samt innan marka þess sem kallað er efni. Svið himinsins handan sviða tíma og rúms eru upphafin í Guðsstjörnunni í gegnum Guðs-vitund hinnar víðfeðmu veru sem kallast Súrýa. Súrýa, gúrúinn mikli, og chela-nemi hans, hinn uppstigni meistari Kuskó, eru guðdómar þessara tveggja ljósdepla sem veita þeim sálarfyllingu sem hrærast sem einn — sem Alfa og Ómega í jákvæðri/neikvæðri umskautun.[2]

Þjónusta Súrýa

Frá Guðsstjörnunni heldur Súrýa jafnvægi fyrir náttúruöflin í jörðinni. Honum til aðstoðar er uppstigni meistarinn kuskó, en hið helga ljósvakaathvarf hans er í Viti Levu á Fiji-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Þetta athvarf fellur undir helgiveldi Síríusar. Kuskó ferðast fram og aftur milli jarðar og Síríusar til að gera skýrslu sína fyrir tuttugu og fjórum öldungum og sólguðinum og gyðju Guðsstjörnunnar.

Súrýa á mikið samstarf við Drottin Jesú Krist við dómfellingu fallinna engla. Hann hefur lofað að koma hinni rafrænu nærveru sinni fyrir hvar sem þið eruð og hvar sem fallnir englar eru til staðar á allri jörðinni. Þið getið séð fyrir ykkur þessa voldugu veru Súrýa hvar sem er og alls staðar á yfirborði jarðar, sitjandi í lótusstöðu sem voldugur Búddha ljóssins.

Fyrir vandamál sem virðast vera óleysanleg skuluð þið fara með bænaröð (nóvenu) til Súrýa með því að nota möntrufyrirmæli hans.[3] Andsvörin munu rista djúpt í vitund ykkar og veruleika. Þó að niðurstöðurnar geti tekið tíma að koma í ljós, þá er aflausnin kraftmikil og samt stundum nánast ómerkjanleg því hún á sér stað á svo djúpum tilverustigum.

Árið 1989 talaði Súrýa um heimili okkar á Guðsstjörnunni

Ég staðfesti uppruna sona og dætra Guðs á ... Guðsstjörnunni, Síríusi. Ég staðfesti þessa viðtöku- og sendistöð (beini) hinnar Miklu meginsólar sem upprunastað marga sem fara í gegnum skólastofu jarðarinnar á þessari stundu. Þannig kem ég til að styrkja reglu hinnar Bláu rósar Síríusar, og ég kem til að minna alla á trúfesti ykkar við reglu fyrsta geisla.

Og þannig langar mig að gera ykkur kleift að skilja hvernig að hinn ástfólgni El Morya, sonur Síríusar, hollustumaður vilja Guðs, er drottinn fyrsta geisla af ástæðu — sú ástæða er, mín ástkæru, að hann dvelur á jörðinni til að þjálfa þá chela-nema á andlegu brautinni sem stigu niður frá Guðsstjörnunni og þurfa að skerpa hugann, sálina, hjartað og langanalíkamann í samræmi við hollustubrautina og þjónustuna, samkvæmt sannri starfsemi huga Guðs í tvíburamerkinu sem er sannarlega grundvölluð á þeim vilja, þeim heilaga vilja, sem er ljósnet hinnar guðlegu ráðagerðar.

Ef þið getið séð fyrir ykkur hina flóknu rúmfræðilegu lögun jarðarinnar sjálfrar, hnött, þá skiljið þið að það er samsvörun ykkur við það hnattlaga mynstur sem reisir ykkur upp á bylgjulengd Síríusar, sem verður opnar dyr að hreinleika Síríusar og opnar dyr að endurkomu til þessa heimilis ljóssins.

Þetta er köllun okkar til ykkar sem eruð farin að muna að þið eruð pílagrímar á ferð um skólastofu jarðarinnar og að þið hafið sannarlega mikilfengleg heimili á ljósastjörnu okkar. Þið eruð farin þaðan og þið hafið yfirgefið miklar hallir og gullöldina sem er eilíf og þróunin með lífsbylgjum sem eru í stöðugu sambandi við kennara sína. ...

Samstillið ykkur við Guðsstjörnuna. Af þessum sökum hafa ástkæra Astrea og Hreinleiki komið þessum boga á milli Guðsstjörnunnar og jarðar.[4] Ég legg til að þið dokið við augnablik þegar stjarnan okkar er ykkur sýnileg til að horfast í augu við Meginsólina og gefa möntruna "ÉG ER Alfa og Ómega ... ÉG ER Alfa og Ómega í hvítum eldkjarna verundarinnar."

Mín blessuðu, mantran um staðfestingu á okkur sjálfum þar sem þið eruð sem "ÉG ER SÁ SEM ÉG ER Guð Súrýa og Kuskó í hjarta mínu og sál og huga!" mun gera okkur kleift að rótfesta þessa strauma innra með ykkur. Og trúið mér, elskurnar, það eru straumar frá stjörnunum! Það eru geislar sem lækka og þessir geislar eru mikilvægir fyrir þróun andlegra sálna og orkustöðva þeirra.[5]

Hinn voldugi Blái örn frá Síríus

Aðalgrein: Hinn voldugi Blái örn

Hinn voldugi Blái örn er myndun bláleiftursengla sem koma frá Sirius til að aðstoða Mikael erkiengil í starfi sínu fyrir hönd þróunar þessa sólkerfis. Þegar maður rannsakar uppsetningu hins volduga Bláa örns sést að hver fjöður og hluti er blálogaengill. Það er víðfeðm formmyndun sem fyllir stjörnubjartan himininn.

Sjá einnig

Kuskó

Hið helga athvarf Bláa logans

Hinn voldugi Blái örn

Dagur Súrýa

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Surya”.

  1. Jóh 14:2–3.
  2. Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Seventh Seal: Sanat Kumara on the Path of the Ruby Ray, bls. 232.
  3. 10.13 í Prayers, Meditations and Dynamic Decrees for Personal and World Transformation.
  4. Astrea and Purity, Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 18, 30. apríl, 1989.
  5. Surya, Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 19, 7. maí, 1989.