Athvarf Tabors í Klettafjöllunum
Hinn uppstigni meistari Tabor, Guð fjallanna, á sér athvarf í Klettafjöllunum í Norður-Ameríku.
Veggir Tabors-athvarfsins eru skreyttir gimsteinum og klæddir kristöllum. Þar er ljósbrunnur með regnbogaáhrifum hins helga elds. Bylgjur í regnbogalitum lýsa upp athvarfið, stöðugt brennidepli hinna sjö geisla helgivaldsins.
Í gegnum þetta athvarf og með beini sínum fremst í fjallgarðinum uppi yfir Colorado Springs geislar drottinn Tabor vernd fyrsta geislans og virkni vilja Guðs um Norður- og Mið-Ameríku, með sérstökum verndaráhrifum gagnvart vaxandi Krists-vitund sona Guðs, æskunni og vættaríkinu.
Árið 1977 ræddi Gull-guðinn um guðinn Tabor og athvarf hans:
Það er löngun guðsins Tabors að koma þeim skilaboðum á framfæri að innan hans athvarfs, þess ákveðna athvarfs sem er hulið fyrir augum heimsins, er gullið í brennidepli sem og fornar bækur um gull. Þetta eru handrit og þeir hafa sett fram flókna gerð lögmálsins, visku hinna Krists-bornu, samsæri hinna föllnu og allt sem þarf til skinings á nauðsyn þess að sigra þá og endurreisa ljósvitundina á jörðinni.
Ég bið ykkur því að ákalla Saint Germain, guðinn Tabor og mig, til að leyfast að ganga inn í þessa helgidóma í ljósvakalíkama ykkar til að nema þessi verk og þar með draga af þeim í vökuvitund ykkar nauðsynlegar ályktanir sem meistaraalkemistinn Saint Germain færir ykkur.[1]
Sjá einnig
Heimildir
Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Tabor’s Retreat in the Rocky Mountains.”
- ↑ The God of Gold with God Tabor, “The Flow of Energy in the City Foursquare,” („Orkuflæði í Ferningsborginni“), 2. hluti, Pearls of Wisdom, 53. bindi, nr. 24, 15. desember 2010.