Translations:Jesus/13/is

From TSL Encyclopedia

Eftir að hinn ódauðlegi Jesús hafði ríkt í 450 ár við góðan orðstír sáði æðsti ráðgjafi keisarans, Xenos, fræjum spillingarinnar í huga fólks. Vegna virðingarstöðu sinnar var hlustað á hann. Að lokum fékk Xenos talið fólkið á að gera uppreisn gegn ríkisstjórninni (sem Jesús var persónugervingur fyrir) vegna þess að svo átti að heita að stjórnin væri ekki að þjóna þjóðinni. Xenos sölsaði undir sig völdin og gerðist leiðtogi stjórnarinnar. Jesús og Magda og tvær milljónir dyggra þegna af tuttugu milljóna þjóð fluttu búferlum til lands sem síðar varð nefnt Suern – þar sem nú er Indland og að hluta til Arabía. Helmingur þegna Jesú sem fóru með honum til Suern gekk í gegnum uppstigninguna á þessum tíma. Hinn helmingurinn hefur haldið áfram að endurfæðast á jörðinni fram á þennan dag.