Translations:Lanello/62/is
Ég segi, þið eruð öll í framboði til uppstigningar ef þið viljið svo vera láta. Og ef þið veljið að gera það þetta kvöld og á næstu vikum, þá mun ég styrkja ykkur og ég mun beina Guðs-móðurinni að styrkja ykkur líka. Það er ekki til setunnar boðið; það er óþarfi að hjakka í sama hugarfarinu. Ég segi, Krists-vitund ykkar, Krists-verund ykkar er blossandi veruleiki vitundar ykkar! Það er nýr dagur að renna upp innra með ykkur! Það er vaxtarsproti sigurs ykkar! Það er hreinleiki ykkar núna!