Translations:Seven rays/5/is

From TSL Encyclopedia

Rafrænt mynstur geislanna sjö er það sama og samsvarandi guðleigir eiginleikar sem þeir tákna. Þannig er rétt að segja að ástin sé rauðgul, viskan sé gul, mátturinn sé blár, miskunnin sé fjólublá, réttlætið sé fjólublátt, græðslan og gnóttin séu græn og hreinleikinn sé hvítur. Því hvar sem rauðgult er að finna þar er áherslan á kærleika Guðs; hvar sem blátt er að finna má sjá mátt hans; hvar sem gult er til staðar kemur greind Guðs fram; og hvar sem hinir óteljandi eiginleikar geislanna sjö eru göfgaðir í manninum birtist ljómi litblæs regnbogans sem mildur en kraftmikill ljómi innan árunnar. Litir og eiginleikar geislanna sjö, staðsetning þeirra í orsakalíkamanum, og öfugþróun þeirra í rafræna beltinu og í áru mannsins eru gefin upp á kortinu hér að neðan.