Vúlkan (pláneta)

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Vulcan (planet) and the translation is 100% complete.
Other languages:

Vúlkan er reikistjarna sem er nær sólinni en Merkúr. Engar vísindalegar sannanir eru fyrir því, en H. P. Blavatsky minnist á hana í The Secret Doctrine (Launkenningin).[1] Stjörnuspekingar hafa nafngreint hana. Sumir nútíma stjörnufræðingar töldu að hún væri til og reyndu að ákvarða braut hennar, sem væri svo nálægt sólinni að það yrði afar erfitt að greina hana.[2] Á grundvelli þessara upplýsinga gætum við ályktað að það sé til staðar net og kraftsvið orku nálægt sólinni sem þarf að komast til botns í.

Smáatriði úr stjörnukorti sólkerfisins frá 1846 sem sýnir reikistjörnuna Vúlkan á braut um sólina innan brautar Merkúrs.
 
Hluti af greinaröð um
Sólarkerfi



   Sólin   
Helíos og Vesta
Musteri sólarinnar
Sólblettir



   Reikistjörnur   
Merkúr
Venus
Frelsisstjarnan (Jörðin)
Mars
Júpíter
Satúrnus
Úranus
Neptúnus
Plútó



   Fyrrum plánetur   
Tíamat
Hedron
Maldek



   Aðrir hnettir   
Tunglið
Lilið
Vúlkan
Smástirni
Halastjörnur
Halastjarnan Kóhoutek

Hver reikistjarna, ásamt rafeindabelti hennar, hefur sína eigin efnauppbyggingu. Hver reikistjarna hefur guðlega fyrirætlun og guðlegan tilgang. Þróun hennar hefur stundum í gegnum aldirnar snúist öndverðu gegn þeirri fyrirætlun og sá rangsnúningur kemur fram sem kraftsvið á þeirri reikistjörnu. Þegar þetta brenglaða kraftsvið kemst í snertingu og blandast við hin tólf helgiveldi sólarinnar sem reikistjarnan tengist, þá verður til önnur efnafræðileg uppbygging, sem er samspil rafeindabeltisins á reikistjörnunni við alla alheimslega misnotkun þess sólmerkis.

Sjá einnig

Fyrir kosmísku veruna Vúlkan, sjá Vúlkan, eldguðinn

Heimildir

Elizabeth Clare Prophet, 7. október 1976.

  1. H. P. Blavatsky skrifar í „Launkenningunni“: „Margar fleiri reikistjörnur eru taldar upp í launhelgum bókum en í nútíma stjörnufræðiritum“ (1. bindi, bls. 152). Hún vísar sérstaklega til „ósýnilegrar reikistjörnu innan sporbrautar Merkúrs ... einnar leyndustu og æðstu reikistjörnunnar. Sagt er að hún hafi orðið ósýnileg við lok þriðja kynþáttarins“ (III. bindi, bls. 459, 462). Hún vísaði annars staðar til stjörnufræðinga frá 19. öld sem fullyrtu að hafa séð þessa reikistjörnu og nefndu hana Vúlkan (Transactions of the Blavatsky Lodge, bls. 48).
  2. Vangaveltur um reikistjörnu sem væri nær sólinni en Merkúr má rekja til 17. aldar. Stuðningur við tilvist hennar jókst á 19. öld þegar stjörnufræðingar sáu frávik í braut Merkúrs. Stærðfræðingurinn Urbain Le Verrier reyndi að útskýra þetta innan ramma Newtons-eðlisfræðinnar með því að leggja til tilvist áður óþekktrar reikistjörnu innan brautar Merkúrs og birti niðurstöður sínar árið 1859. (Le Verrier hafði áður spáð fyrir um tilvist reikistjörnunnar Neptúnusar með því að hafa hliðsjóna af óreglulegri braut Úranusar, sem veitti kenningu hans trúverðugleika.) Áhugastjörnufræðingurinn Edmond Modeste Lescarbault hélt því fram að hann hefði séð þessa reikistjörnu og 2. janúar 1860 tilkynnti Le Verrier uppgötvunina í Vísindaakademíunni í París og lagði til nafnið „Vúlkan“. Lescarbault hlaut heiðursorðuna Légion d'honneur fyrir þessa uppgötvun og stjörnufræðingar héldu áfram leit sinni að Vúlkan næstu áratugina og sáu fjölmargir hana, sumir af þekktum stjörnufræðingum. Í tölublaði sínu frá 31. ágúst 1878 var sagt í Scientific American með nokkurri fullvissu að reikistjarnan Vúlkan „þyrfti nú líklega að hljóta sinn sess á meðal reikistjarnanna.“ Hins vegar útskýrði almenna afstæðiskenning Einsteins árið 1915 frávikin í braut Merkúrs án þess að þörf væri fyrir því að gera ráð fyrir annarri reikistjörnu sem í raun batt enda á frekari leit vísindamanna. Nú á tímum hefur Alþjóðasamband stjörnufræðinga áskilið sér að gefa „tilgátunnni“ um reikistjörnuna innan brautar Merkúrs nafnið "Vúlkan".