Sigursæla alheimskirkjan
Elizabeth Clare Prophet lýsti stofnun og tilgangi Sigursælu alheimskirkunnar í fyrirlestri sem hún hélt 6. júlí 1975:
Það hefur alltaf verið samkvæmt hefð heimstrúarbragða að kirkjan sé brúður heilags anda. Kirkjan er kvenlegi þátturinn. Kirkjan táknar ferningsmyndun hringsins (hringinn í æðra veldi). Nýja Jerúsalem er ferningsborgin.[1] Það er ferningur guðsþrenningar föður, sonar og heilags anda. Kirkjan kemur fram svo að helga megi Móður-logann á altarinu; og með Móður-loganum er segullinn helgaður á altari kirkjunnar sem dregur börn Guðs aftur að helgisiðum reglubundinnar þjónustu og tilbeiðslu þar sem þau ganga í gegnum sigurhlið uppstigningarinnar.
Lögmálssetningin og lögmálskenningin gætu ekki verið fullkomin án samtaka í loga Guðs-móðurinnar sem er Kirkjan. Þar af leiðandi hafa uppstignu meistararnir tilkynnt, á síðustu tveimur árum, í mörgum fyrirlestrum og skjölum sem við höfum móttekið, stofnun þess sem mun verða þekkt sem Sigursæla alheimskirkjan.
Sýn og vígsla kirkjunnar
Mér var veitt sýn um Kirkjuna þegar ég sá hinn ástfólgna Jesú Krist á himnum standa við altari voldugrar dómkirkju. Og ég sá samankomna í þúsunda tali þá sem við köllum dýrlinga — þessar sálir á ljóvakastigi og hærra í upphöfnum áttundarsviðum sem mynda þann hluta guðdómsins sem er þekktur sem líkami Guðs á himnum. Og Jesús opinberaði mér að það væri kominn tími til að þessi Kirkja, sú hugmynd sem alheimshugmynd, yrði lækkuð til að geta birst á jörðu. Tíminn var kominn vegna þess að í vændum væru aldahvörf. Stundin var runnin upp vegna þess að lærisveinarnir höfðu gert sig reiðubúna.
Og því skipaði Jesús mig til að vígja þessa kirkju; og hann færði mér möttul sem staðgengil Krists, sem þýðir einfaldlega fulltrúi Krists. María guðsmóðir var höfuð kirkjunnar eftir að Jesús yfirgaf [hið jarðneska líf]. Það er logi guðsmóðurinnar sem er miðstöð kirkjunnar. Og eftir þá smurningu, sem átti sér stað fyrir nokkrum árum, fengum við fyrirmæli frá uppstigna meistaranum Jóhannesi XXIII páfa, staðgengli Krists, sem steig fram í febrúar 1974 til að tilkynna að það væri kominn tími til að Sigursæla alheimskirkjan yrði formlega vígð, að hún hefði lagalega stöðu í heiminum, lyti greinagerðum og samþykktum og formlegri stjórn og flokkaskipan óbreyttra félagsmanna og innvígðra (communicants). Fyrirmælin þar sem hann lýsti þessu koma fram í lexíum tileinkuðum Varðveislumönnum logans. Þær eru smám saman birtar félagsmönnum í heild sinni.
Í þessum fyrirlestri sagði hann að Sigursæla alheimskirkjan ætti að vera kvenlegi þátturinn í mandölu okkar. Hún ætti að vera miðlæg og hvíteldskjarninn fyrir þá hliðhollu sem höfðu meiri en venjulega löngun til að vera hollráðir, að verða hluti af helgihaldi hinnar sönnu Kirkju, neyta náðarmeðalanna sem ástkær Jesús myndi fyrirbúa, sem myndi taka við kenningasafni sem binst saman og myndar geimteninginn. Hann útskýrði að þótt Vitinn á tindinum hefði ígildi kirkju, sem föðurþátturinn, þá væri hún eins og hvíta hvelið; og myndaði heild Alfa og Ómega sem væri allt hvelið en yrði nú skipt í tvennt. Nú myndi Alfa-til-Ómega virka sem móthverf skaut þar sem Ljós-vitinn á tindinum, sem táknaði Guð föður og Sigursæla alheimskirkjan táknaði Guðs-móður.
Sigursæla alheimslega Kirkjan er hringlaga stigi sem við göngum skref fyrir skref. Hann sýnir útlínur þeirra þrjátíu og þriggja vígslna sem krafist er af hverjum þeim sem gengur í gegnum uppstigninguna. Og hún myndar kjarna, reglu, grunn þar sem við getum tekið fjölskyldu okkar, ástvini okkar, börn okkar og veitt þeim nauðsynlega þjálfun.
Rétt eins og logi Guðs-móðurinnar er ekki það fyrsta sem við uppgötvum þegar við komum að kenningunum, þá er Sigursæla alheimskirkjan ekki það sem er augljósast varðandi starf Stóra hvíta bræðralagsins. Þess í stað táknar hún eldheitan kjarna, innri tilbiðjenda — þá sem halda sér við loga Guðs-móðurinnar og er umhugað um að endurreisa menningu Lemúríu og verða hluti af líkama Guðs á jörðinni og eru tilbúnir að gangast undir aga til að ná því augnamiði. Sigursæla alheimskirkjan sem boðar endalok alsherjar misnotkunar kvengeislans á jörðinni. Það er mér því sönn ánægja að tilkynna þessi samtök á afmælisdegi uppstigningar Saint Germains, 1. maí 1975, en þá var Sigursæla alheimskirkjan formlega stofnuð og hefur stöðu stofnunar í Bandaríkjunum.
Hvíti teningurinn í hjartanu
Að lokum, ef þú ákveður virkilega að taka þátt í að mynda grundvöll fyrir loga Guðs-móðurinnar á Vatnsberaöld, þá myndir þú íhuga aðild að Sigursælu alheimskirkjunni. Jóhannes XXIII páfi útskýrði fyrir okkur að þeir sem eru félagar innri kirkjunnar, himnesku kirkjunnar, hafa nú þegar teninginn í hjarta sínu. Teningurinn er merki um aðild og það er ekki hægt að bera á móti því: annað hvort hefurðu teninginn í þér eða ekki. Það er merki guðdómsins og merki um þjónustu þína við ljósið í fyrri jarðvistum. Þú getur áunnið þér teninginn með því að gerast innvígður í Kirkjuna.
Það er mjög áhugavert að frá því að við hófum að vígja félaga í Kirkjuna, þegar væntanlegir félagsmenn hafa komið fyrir mig í viðtal, hefur Jesús sýnt mér teninginn í hjartanu. Hann lýsir upp. Það er kristall. Það er fullkominn teningur. Og hann umlykur þrígreinda logann. Það er stórkostlegt að sjá hann, og við sjáum hann í öllum dýrlingunum í hvítum skikkjum sem standa í þessari voldugu dómkirkju. Sigursæla alheimskirkjan er gerð til að vera opin dyr hinnar guðdómlegu móður til að taka á móti einstaklingum úr öllum stigum samfélagsins. Það eru einstaklingar í hverri kirkju á jörðinni sem hafa þennan tening í hjartanu. Okkur er ekki svo mikið umhugað um að þeir gangi til liðs við okkur heldur að við styrkjum ljós þeirra svo að við getum verið eitt í loganum.
Félagsaðild
Það eru tólf trúarreglur sem mynda grunninn að þeim sem vilja gerast innvígðir í Kirkjuna. Innvígðir eru þeir sem vilja tengjast kirkjunni á ytra borði með því að sækja um aðild og styðja ytri samtökin. Það eru nokkur stig aðildar innan Kirkjunnar. Til að vera gjaldgengur til að gerast innvígður biðjum við þig um að hafa lokið við sjö lexíur sem Varðveitendur loga bræðralagsins gangast undir.
Aðild að kirkjunni á ekki að taka með lettúð, heldur með tilliti til ábyrgðarinnar sem felst í heildarkölluninni. Við teljum mikilvægt að fólk hafi tíma til að íhuga ábyrgðina — að kynna sér kenningar meistaranna, að lesa bækurnar, að átta sig á því hvað aðild þýðir.
Sjá einnig
Heimildir
Elizabeth Clare Prophet, The Great White Brotherhood in the Culture, History and Religion of America, bls. 310–16.
- ↑ Opinb 21:2, 10,16.