Samsvörunarlögmálið

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Law of correspondence and the translation is 100% complete.
Other languages:
 
Hluti af greinaröð um
Kosmísk lögmál



Kosmísk lögmál



Geymdarlögmál
Samsvörunarlögmál
Hringrásarlögmál
Fyrirgefningarlögmál
Karmalögmál
Lögmál hins eina
Yfirstigningarlögmál
 

Lögmálið um samsvörunina segir að sköpunin samsvari skaparanum, að maðurinn samsvari Guði. Þess vegna er raunímynd mannsins í samræmi við guðlega uppsprettu hans að hönnun, að ásetningi, að lögmáli. Hönnunin er á meðal hinna yfirskilvitlegu hringrása, endurspegluð alla leið í gegnum hulu efnishjúpsins inn í vafning þéttasta frumefnsins.

Samsvörunarlögmálið má einnig orða á þennan hátt: hlutir sem eru jafnir sama hlutnum eru jafnir hver öðrum. Til dæmis, ef maður getur sýnt fram á að hann, innra með sér, beinir sér að Krists-vitundinni, sömu Krists-vitundinni og var í Jesú, getur hann sagt að hann sé jafnoki Krists; Jesús var jafn Kristi; þess vegna er maðurinn jafn Jesú.

Hermetíska frumforsendan

Í fjarlægri fortíð afhenti Hermes, sendiboði guðanna, okkur meginkjarna hringrásarlögmálsins — „sem að ofan, svo að neðan.“

Við höldum enn það sem kallað er „Smaragðstaflan“ eftir Hermes. Þessi stutta en hnitmiðaða kenning myndaði kjarnann í elstu frímúrarareglum og skólum Stóra hvíta bræðralagsins. Hún hefst á þessum orðum:

Satt, án nokkurrar villu;
  fullvíst, mjög satt;
Það sem er fyrir ofan,
  er eins og það sem er fyrir neðan;
og það sem er fyrir neðan,
  er eins og það sem er fyrir ofan;
til að ná fram undrum
  alheimsins.[1]

Þetta er lögmál hliðstæðunnar, lögmál samsvörunar, og það veitir okkur tilfinningu fyrir guðlegri reglu sem í raun veitir réttlætiskennd.

Tilgangurinn er að maðurinn, einstaklingurinn, verði heillavænlegur samskapari með guðdómnum, spanni hringrásir alheimsins, sá sem andar frá sér vetrarbrautakerfum og er aflvaki samtengjandi kærleika sem bindur frumeindina í tilgangsríkan þróunarvettvang. Þetta er lögmál endurtekinna hringrása sem fer handan við fyrri umferð. Lögmál handanleikans býður okkur hughreystingu æðstu vonar.

Þegar hringrás alheimsins vindur sig upp í stærri og stærri víddir, getur maðurinn að eilífu farið handan við hulur efnisins sem mynda námsvettvang fyrir þróun sálar hans. Hin yfirskilvitlega kenning Krists opinberar óendanlega vaxtarbrodda fyrir Guð og mann. Hún afmáir lygina um eilífa fordæmingu. Hún opnar dyrnar að tækifærum til iðrunar og heilunar. Hún er birtingarmynd hins algjöra réttlætis.

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Path to Immortality.

Elizabeth Clare Prophet, 25. september 1973.

  1. Smaragðstaflan, vitnað í G. de Purucker, Man in Evolution (Maðurinn í þróun) (Pasadena, Kaliforníu: Theosophical University Press, 1977), bls. 26.