Upprisuhofið

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Resurrection Temple and the translation is 100% complete.

„Upprisumusterið“ er á ljósvakasviðinu uppi yfir Jerúsalemborg í Landinu helga. Þetta athvarf, miðstöð upprisulogans, er í umsjá Jesú og Maríu guðsmóður.

Útsýni yfir Jerúsalem af Olíufjallinu

Hofið er staðsett í kringlóttri byggingu með tveimur álmum hlið við hlið. Það er hvítt og hringlaga að lögun, umkringt sjö göngum með mismunandi eða stigvaxandi geislakasti. Í miðju hofins er upprisuloginn, ópallýsandi perlugljáandi logi sem reisir líkamann upp í tiltekið ástand rétt fyrir uppstigninguna þar sem þrígreindi loginn er í jafnvægi og hinir fjórir lægri líkamar eru samstilltir.

Átta súlur umlykja miðaltarið. Málverkin á veggjum hringlaga logasalnum sýna vitundarvakningu mannkynsins fyrir tilstuðlan forsniða og athafna lykilmanna sem Bræðralag þessa helgiathafnar varpar ljósi á sem stig sem leiða til gullaldarinnar. Við sjáum á hluta af einni af fjórum veggmyndunum mikinn ættföður í rauðgulum flauelsklæðum að lesa fyrir fólkið úr bók alheimslögmálsins.

Englar upprisulogans þjóna í kyrrðarstund þessa athvarfs, þjóna loganum og þeim sálum sem eru færðar í upprisusalina í álmunum sem liggja að miðlæga logasalnum. Hér er nemum kennt hvernig á að hækka orkutíðni sína til að jafna þrígreinda logann og koma fjórum lægri líkömum sínum í rétta stöðu til að undirbúa sig fyrir uppstigninguna, vígsluna sem fylgir upprisunni.

Hlutar af athvarfinu eru afmarkaðir fyrir þá sem hafa horfið ótímabært af skjá lífsins til að jafna sig eftir áfallið. Þar dvelja þeir í svefni í ljósvakalíkama sínum uns áhrif upprisulogans endurlífgar meðvitund þeirra, afnemur sting dauðans og þeir vakna af fúsum og frjálsum vilja og koma fram til að taka þátt í námsvinnunni sem fer fram í athvarfinu. Eftir að hafa aðlagað sig að breytingunni og tækifærum sínum til þjónustu og þjálfunar milli lífskeiða eru þeir teknir í önnur athvörf meistaranna til sérhæfðrar þjálfunar og til ljósvakaborganna.

Erkienglarnir Úríel og Áróra, ásamt Gabríel og Von, sækja þessa helgidóma oft á tíðum til að víkka út upprisulogann fyrir hönd mannkynsins. Á sama hátt notar Vorgyðjan, hin ástkæra Amaryllis, anda upprisulogans ár hvert fyrir hönd náttúruandaríkisins.

Jesús býður okkur velkomin í þetta athvarf:

Ég býð ykkur velkomin ásamt Maríu guðsmóður og Saint Germain og hinum mörgu sem eru farnir á undan ykkur og þjóna hér með mér í musteri upprisunnar, hinni helgu borg sem iðar af lífi í allsnægtum í eilífri einingu uppi yfir þeim stað þar sem sigur okkar vannst.

„Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi?!“[1] Skjól okkar ber eilíft vitni um sannleikann sem við höfum útmálað í heimi formsins, og gáttir helvítis munu ekki sigrast á honum![2]

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “The Resurrection Temple.”

  1. Matt 23:37.
  2. Elizabeth Clare Prophet, The Opening of the Temple Doors, 7. kafli.