90,753
edits
(Created page with "Ég er Saint Germain, og ég er kominn til að gera tilkall til sálar ykkar og til eldsins sem brennur í brjósti ykkar fyrir sigur vatnsbera-aldarinnar. Ég hef markað brautina fyrir vígslu sálar ykkar. ... Ég hef boðskap. ... Það er frelsisboðskapur, boðskapur um tækifæri til að rísa upp og verða í raun það sem ykkur, eins og stjörnun-um, er ætlað að verða. Ég vil leiðbeina ykkur við að hrinda í verk guðlegri forsjón ykkar. Ég kem til yk...") Tags: Mobile edit Mobile web edit |
No edit summary Tags: Mobile edit Mobile web edit |
||
| Line 19: | Line 19: | ||
Saint Germain segir: | Saint Germain segir: | ||
„Ég er uppstigin vera, en svo hefur ekki ávallt verið. Ekki aðeins einu sinni eða tvisvar heldur ótalmörg | „Ég er uppstigin vera, en svo hefur ekki ávallt verið. Ekki aðeins einu sinni eða tvisvar heldur ótalmörg jarðvistarskeið hef ég gengið um grundu eins og þið gerið nú, bundinn í klafa mennskrar tilveru og háður tíma og rúmi. Ég var uppi á [[Lemúríu]] og [[Atlantis]]. Ég hef séð siðmenningarveldi myndast og ég hef séð þau líða undir lok. Ég hef séð vitundarþroska mannsins ganga í bylgjum meðan mannkyni færist á milli ólíkra menningarskeiða [[gullaldar]] og frumstæðra tímabila. Ég hef séð valkostina sem mannkyninu hafa boðist, og ég hef séð mannkynið velja ranga kostinn og sóa þannig gegndarlaust árangri vísindalegra framfara til hundraða þúsunda ára. Með röngu vali hefur mannkynið stundum glatað andlegum þroska á hærra stigi en þeim sem hefur náðst með ástundun þróuðustu trúarbragða nútímans. | ||
Já, ég hef séð valkostina, og ég tók ákvörð-un. Karlar og konur marka sér stöðu innan stigveldisins með réttu vali. Með því að velja að vera frjáls í samræmi við stórfenglegan vilja Guðs ávann ég mér lausn frá hringrás endurfæðinga og dauða og þurfti ekki lengur að berjast fyrir tilveru minni utan við Hinn eina. Ég ávann mér aflausn mína með frelsis-loganum, grunntóni hins nýja tíma vatnsbera-aldarinnar. Þann veg fetuðu gullgerðarmenn gamla tímans, alkemistarnir. Þessir dýrlingar hafa öðlast eilíft líf með því að bergja á ódáinsveigunum, purpurarauða elixírnum. ... | Já, ég hef séð valkostina, og ég tók ákvörð-un. Karlar og konur marka sér stöðu innan stigveldisins með réttu vali. Með því að velja að vera frjáls í samræmi við stórfenglegan vilja Guðs ávann ég mér lausn frá hringrás endurfæðinga og dauða og þurfti ekki lengur að berjast fyrir tilveru minni utan við Hinn eina. Ég ávann mér aflausn mína með frelsis-loganum, grunntóni hins nýja tíma vatnsbera-aldarinnar. Þann veg fetuðu gullgerðarmenn gamla tímans, alkemistarnir. Þessir dýrlingar hafa öðlast eilíft líf með því að bergja á ódáinsveigunum, purpurarauða elixírnum. ... | ||
edits