Sólblettir

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Sunspots and the translation is 100% complete.
Other languages:
Sólblettir ljósmyndaðir 24. september 2011. Hver þessara bletta er stærri en jörðin.
 
Hluti af greinaröð um
Sólarkerfi



   Sólin   
Helíos og Vesta
Musteri sólarinnar
Sólblettir



   Reikistjörnur   
Merkúr
Venus
Frelsisstjarnan (Jörðin)
Mars
Júpíter
Satúrnus
Úranus
Neptúnus
Plútó



   Fyrrum plánetur   
Tíamat
Hedron
Maldek



   Aðrir hnettir   
Tunglið
Lilið
Vúlkan
Smástirni
Halastjörnur
Halastjarnan Kóhoutek

Eitt þekktasta, en samt dularfyllsta, sólfyrirbærið er reglubundin birting sólbletta sem hafa áhrif á líf á jörðinni á marga vegu. Sólblettir eru þau sólarfyrirbæri sem auðveldast er að greina og hafa sést í aldir. Elstu þekktu heimildirnar um sólbletti eru í hinni kínversku „Bók breytinganna“, sem var skrifuð fyrir árið 800 f.Kr.

Sólblettir eru segultruflanir, eða stormar, á yfirborði sólarinnar sem talið er að stafi af seguláhrifum í innra rými sólarinnar. Þeir mynda dökkar, kaldar lægðir á yfirborði ljóshvolfsins (yfirborðslags sólarinnar). Þeir virðast vera dökkir vegna þess að þeir eru nokkur þúsund gráður kaldari en ljóshvolfið. Engu að síður eru þeir samt nokkuð heitir og bjartir. Dæmigerður sólblettur myndi skína tífalt skærara en fullt tungl ef hann væri staðsettur á næturhimninum.

Sólblettahringrásir

Sólblettir geta varað frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra mánuði. Þeir birtast í vel skjalfestum hringrásum. Fjöldi sólblettanna er breytilegur frá því að fáir eða engir blettir eru sýnilegir upp í hámarksfjölda þegar allt að 300 blettir sjást í einu. Lengd hringrásarinnar er á bilinu 7 til 17 ár, en að meðaltali varir hringrásin 11,1 ár.

Hækkun sólblettahringrásarinnar upp í hámarksstærð fylgir aukning sólgosa, en þá er sólvirknin öflugust. Sólgos auka styrk sólvindsins. Sólvindurinn, sem nær til jarðar á um fjórum og hálfum degi, hefur áhrif á segulhvolfið, segulsvið sem umlykur jörðina, og veldur fyrirbærum eins og norðurljósum og jarðsegulstormum. Hann getur myndað afar lágar tíðnibylgjur (ELF) — útvarpsbylgjur með mjög langa bylgjulengd — sem geta haft áhrif á líffræði og hegðun manna.

Andleg, geðræn og líkamleg áhrif

Geislunin sem myndast af sólblettum og sólgosum hefur margvísleg áhrif. Augljósustu áhrifin eru truflanir á útvarpssamskiptum. En sumir vísindamenn halda því einnig fram að aukin sólvirkni tengist allt frá loftslagsbreytingum til stríða, jarðskjálfta og flensufaraldra.

Aðrir vísindamenn draga þessar fullyrðingar í efa. Auk þess eru sólblettir og sólgos alls ekki eina orsök slíkra truflana. En það hefur fundist fylgni milli sólvirkni og ákveðinna félagslegra, atferlislegra og jarðeðlisfræðilegra áhrifa.

Óeirðir, bardagar, íkveikjur, jarðskjálftar og eldgos hafa verið kortlögð innan nokkurra daga eða vikna frá mikilli sólvirkni. Til dæmis, árið 1980, féllu sólgos í maí saman við óeirðir í Míami og Suður-Kóreu og eldgosið í Mount St. Helens í maí og júní. Sólgos komu einnig undan átökunum milli Bretlands og Argentínu í apríl 1982 vegna Falklandseyja og árásar Bandaríkjanna á Trípólí í Líbíu 14. apríl 1986.

Með því að rekja sólgos gat líffræðingurinn Marsha Adams aðstoðað slökkvilið San Fransiskó með því að spá fyrir um íkveikjur með 72 klukkustunda fyrirvara. Hún telur að gos hafi áhrif á fólk fyrstu dagana eftir að þau eiga sér stað. Hún hefur einnig komist að því að jarðskjálftar hafa tilhneigingu til að eiga sér stað um fjórum dögum eftir gos. Adams og aðrir rannsakendur greindu frá fylgni milli aukinnar sólvirkni og óvenjulegra veðurskilyrða, glæpabylgna og pólitískra óstöðugleika.

Geðrænn óstöðugleiki virðist einnig tengjast sólarvirkni. Geðlæknar hafa tekið eftir því að sjálfviljugar innlagnir á geðsjúkrahús aukast í tvo til þrjá daga eftir segultruflanir af völdum sólarvirkni. Joe H. Allen, yfirmaður sólar-jarðeðlisfræðideildar bandarísku Haf- og lofthjúpsstofnunarinnar (NHA), sagði að vísindamenn við Kettering rannsóknarstofuna á seguláhrifum hefðu komist að því að jarðsegultruflanir geta valdið tímabundnum skorti á kalsíum- eða litíumjónum í heilafrumum, sem er á sér stað í geðhvarfasýki.[1]

Adams komst að því að stríð hafa tilhneigingu til að brjótast út tveimur til þremur árum eftir sólblettahámarkið — þó að þau brjótist stundum út áður. Hún telur að stórir jarðskjálftar, um 7,0 á Richter-kvarðanum, hafa tilhneigingu til að gerast nálægt hámarki sólblettahringrásarinnar. Mjög stórir jarðskjálftar, hins vegar — 8 og stærri — hafa tilhneigingu til að eiga sér stað tveimur til þremur árum eftir sólblettahámarkið. Hámark í sólblettahringrásinni hefur fallið saman við stórar inflúensufaraldra sem ná allt aftur til 1761.

Hagfræðingar hafa jafnvel fundið tengsl milli sólvirkni og hagkerfisins. Til dæmis, í greininni „Solar and Economic Relationships“, sem birtist í „Quarterly Journal of Economics“ árið 1934, hélt Carlos Garcia-Mata því fram að fylgni væri milli þess að sólblettir birtust nálægt miðbaug sólarinnar (sem gerist rétt eftir að sólblettirnir ná hámarki) og efnahagslægðar.

Edgar Cayce um sólbletti

Edgar Cayce leit á sólbletti, sem og breytingar á jörðinni, sem speglun á okkar eigin vitundarástandi, afleiðingu eigin gjörða, búmerang (endurkast) guðlegs lögmáls. Lestur hans býður upp á einfaldar myndlíkingar til að lýsa þessum eilífa sannleika.

Þegar hann var spurður hvernig sólblettir hafa áhrif á íbúa jarðar sagði hann að spurningunni ætti að snúa við. Sólblettir, hélt hann fram, eru spegilmynd af „ólgu og deilum“ sem við sjálf höfum skapað og okkar eigin hugur er „smiðurinn“. Hann bað okkur að hugsa um það sem við höfum byggt upp:

Hvernig birtist sál þín? Eins og blettur, blettur á sólinni? Eða eins og það sem lýsir þeim sem sitja í myrkri, þeim sem hrópa upphátt eftir von?[2]

Andleg áhrif

Hinir uppstignu meistarar hafa gefið okkur frekari skilning á sólvirkni. Sólblettir, sem teikn á himnum, eru vissulega tímanna tákn sem við verðum að lesa. Og útbrot þeirra, blossi og eldur flytja viðvörunarboðskap: „Linnið látum og hættið að vera meðvituð um ljósandann og andkristinn, annars mun hinn helgi eldur ekki aðeins eyða verkum ykkar og orðum heldur líka ykkur sjálfum.“

Sólblettir koma því á undan dómnum. Þeir vara alla við því að breytingar séu í vændum. Þann 11. desember 1988 sagði drottinn Maitreya okkur að „sólhringir og sólblettir gegni hlutverki sínu í að koma breytingum af stað.“[3]

Í fyrirlestri sínum frá 7. október 1989 sagði hinn ástkæri Guð samstillingarinnar:

Það sem eftir er þessa árs verður jafnvel sólgos og virkni sólarinnar leið til að hin andlega sól á bak við sól þessa sólkerfis geti borist til jarðar og haft góð áhrif jafnvel þótt þessar birtingarmyndir hafi einhverjar slæmar aukaverkanir.[4]

Ástfólginn Helíos, sem prédikaði fyrir milligöngu ástkærs boðbera okkar Mark Prophets, sagði í pistli sínum Pearl of Wisdom (Viskuperlunni) frá 11. janúar 1970:

Núverandi hringrás sólbletta og sólgosa hefur áhrif á veðurfar jarðarinnar, skap fólks, jafnvel gang viðskipta og auðvitað losun andlegrar ljósorku til jarðar. Því ber að hafa í huga ekki aðeins neikvæðar truflanir á útvarpsnetum jarðar heldur einnig víðtækar uppbyggilegar útfærslur andlegra úrkosta og opinberana sem brjóta á bak myrkrið með ljóma nýrra og brennandi fyrirheita um að sigrast á aldagömlum vandamálum.

Sjúkdómar, synd og dauði — allar gerðir sundrungar, rígs og fordóma, harðstjórnar, átaka og niðurlægingar — verða að víkja fyrir hinu mikla geimljósútbroti, annars munu þeir sem halda áfram að vera talsmenn myrkurs og smánar finna að spírall karmískrar umbunar verður að slíkum refsivendi að hann næstum tortímir þeim hluta vitundar þeirra sem heldur áfram að samsama sig óraunveruleikanum.[5]

Heimildir

Pearls of Wisdom, 33. bindi, nr. 9, 4. mars 1990.

  1. Joe H. Allen, símaviðtal, 27. desember 1988.
  2. Edgar Cayce, Lestur #5757-1
  3. Lord Maitreya, Pearls of Wisdom, 31. bindi, nr. 85, 11. desember 1988.
  4. God Harmony, Pearls of Wisdom, 32. bindi, nr. 53, 7. október 1989.
  5. Helios, Pearls of Wisdom, 13. bindi, nr. 2, 11. janúar 1970.