Meistari Parísar

From TSL Encyclopedia
Revision as of 13:38, 2 August 2025 by Hbraga (talk | contribs) (Created page with "<blockquote> Boðskapur okkar, þá, um hið mikla ljós sem stígur niður — frá Páli Feneyingi, Karma-ráðinu og Frelsisgyðjunni, um útbreiðslu þessa ljóss — er fórnfæring okkar til ykkar: víddir guðsvitundar sem víkkar eins og þröngt herbergi sem verður að ljóshöll.")
Útsýni yfir París frá Montmartre

„Meistari Parísar“ steig upp til himna fyrir meira en 500 árum. Hann er yfirmaður „Frakkaráðsins“, þótt hann sé ekki Frakki. Honum er lýst sem hávöxnum, myndarlegum manni með hirðlegan þokka.

Þessi meistari gegndi lykilhlutverki í að koma á fót dulspekiskólum Bræðralagsins í París á 18. og 19. öld. Hann vinnur meðal annars með Saint Germain, Páli Feneyingi, uppstigna meistaranum Alexander Gaylord og kvenmeistaranum Leto. Geislun Saint Germains og Porsju, gyðju réttlætisins er sérstaklega áberandi um alla Sainte-Chapelle kirkjuna og aðliggjandi Palais de Justice (Höll réttlætisins). Einnig á Île de la Cité er Notre Dame dómkirkjan, brennidepill Maríu guðsmóður.

Austursýn yfir Sainte-Chapelle með hliði við Cour de Mai í Palais de Justice í París, Frakklandi.

Athvörf

Aðalgrein: Athvörf meistara Parísar

Meistarinn í París heldur vilja Guðs í brennidepli í Sainte-Chapelle á Île de la Cité í hjarta Parísar, fæðingarstaðar Frakklands. Hann hefur ljósvakaathvar uppi yfir efnislega beininum þar sem hann viðheldur virkni þrígreinda logans.

Hann heldur einnig móttöku- og sendistöð (beini) á efnissviðinu í París, sem hann sækir oft í efnislíkama. Athvarf hans er fallegur gamall dvalarstaður í kastalalíki með mörgum gluggum sem gnæfa yfir París. Lærisveinar hans viðhalda þessum beini og meistararnir nota það oft sem samkomustað í París þaðan sem þeir geta beint þeirri orku sem þarf til að halda jafnvægi fyrir stjórnir Evrópu.

Þetta athvarf þjónar einnig sem efnisleg miðstöð (ljósbeinir) fyrir þjálfun chela-nema Bræðralagsins. Hún er ein af fáum efnislegum miðstöðvum sem eftir eru á jörðinni.

El Morya hefur talað um löngun Saint Germain til að hafa efnislegar miðstöðvar í borgum heimsins, eins og meistarinn í París:

Saint Germain lætur sér ekki nægja að þjálfa sálirnar í ljósvakaathvörfum Stóra hvíta bræðralagsins. Nei, hann er staðráðinn í að hafa ljósbeini eins og meistarinn í París, heimili ljóss í efnislegu áttundinni, heimili ljóss í borginni, heimili ljóss þar sem hægt er að taka á móti sálum.[1]

Meistararnir þurfa á nemum að halda til að viðhalda þessum ljósbeinum. Morya bað um að hinir hugdjörgfustu, framtaksmennirnir og brautryðjendurnir gæfu sig fram.

Erkienglarnir Jófíel og Kristín hafa einnig rætt um ljósbeina í Evrópu og um allan heim og löngun þeirra til að opna athvarf [í líkingu við] meistara Parísar:

Boðskapur okkar, þá, um hið mikla ljós sem stígur niður — frá Páli Feneyingi, Karma-ráðinu og Frelsisgyðjunni, um útbreiðslu þessa ljóss — er fórnfæring okkar til ykkar: víddir guðsvitundar sem víkkar eins og þröngt herbergi sem verður að ljóshöll.

Beloved, you who cherish the shrines, the cathedrals, the history, the culture of the Great Divine Director in Europe—open up your hearts! Give your life and your full support in abundant measure. For we would, this very day, open our retreat in Paris if souls of light would offer to be the innkeepers of this shrine of Saint Germain and the Master of Paris.[2]

See also

Master of Paris' retreats

K-17

Alexander Gaylord

Sources

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, s.v. “Paris, Master of.”

Elizabeth Clare Prophet, November 13, 1973.

  1. Elizabeth Clare Prophet, The Greater Way of Freedom: Teachings of the Ascended Masters on the Destiny of America, bls. 60.
  2. Jophiel and Christine, “For Europe: A Dispensation and a Cycle,” Pearls of Wisdom, vol. 24, no. 12, March 22, 1981.