The Summit Lighthouse

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page The Summit Lighthouse and the translation is 100% complete.

Uppstigni meistarinn El Morya frá Darjeeling, Indlandi stofnaði The Summit Lighthouse (Ljós-vitann á tindinum) í Washington, D.C., árið 1958 í þeim tilgangi að birta kenningar uppstignu meistaranna sem voru miðlaðar í gegnum boðberana Mark L. Prophet og Elizabeth Clare Prophet.

The Summit Lighthouse eru einstök óháð andleg og háspekileg samtök sem urðu vettvangur fyrir uppstignu meistarana og nema þeirra um allan heim. Með alþjóðlegar höfuðstöðvar í Royal Teton Ranch, Park County, Montana og námshópa og fræðslumiðstöðvar í stórborgum um allan heim. Hinir uppstignu meistarar og nemar þeirra útbreiða hia fornu visku til allra þjóða.

Markmið

Frá upphafi hefur Summit Lighthouse beitt sér fyrir þroskun ótakmarkaða meðfæddra andlegra hæfileika mannsins sem með framsækinni birtingu þeirra glæðir hugsjónir og skilning hans á kosmískum lögmálum. The Summit Lighthouse leitast við að bæta mannlífið og leysa öll mannleg vandamál með hugsjónum sínum um að aðstoða einstaklinga og þjóðir við að birta innra gildi sitt og getu.

Trúarsetningar og þröngsýnar trúarskoðanir eiga það til að takmarka framfarir sálarinnar. Aftur á móti benda kenningar uppstignu meistaranna á sannleikann hvar sem hann er að finna. Þeir leggja áherslu á þátt skynseminnar og reglufestunnar sem og helgunarinnar í nálgun sinni á hinni andlegu leit. Í Ritum stór-meistaranna sem The Summit Lighthouse gefur út er bent á þá staðreynd að ekkert gerist af tilviljun heldur samkvæmt náttúrulegum og andlegum lögmálum sem oft geta birst eins og fyrir hendingu. Alheiminum var komið á laggirnar með lögmáli óendanleikans og óendanlegri visku. Jafnvel endanleg einkenni alheimsins sýna að vísindaleg nákvæmni býr á bak við birtingarmyndir hans.

Kenningar hinna uppstignu meistara standa öllum til boða sama hvaða menntun eða trúarlegan bakgrunn þeir hafa. Þær eru ætlaðar víðsýnum mönnum, þeim sem gera sér grein fyrir að háskóla- eða framhaldsskólapróf markar engan veginn endalok náms í skóla lífsins. Lífið er viðvarandi í eðli sínu, hefur göfugan ásetning og mikilvægan andlegan tilgang. Lífið er öllum mikill skóli og enginn skyldi voga sér að loka huganum fyrir leyndarmálum þess. Sjónhverfingar heimsins eru skjáir sem hylja raunveruleikann og leyna stórkostlegri hönnun hans, jafnvel fyrir þeim lærðustu. Maðurinn myndi ekki dirfast, ef honum væri frjálst að þekkja sannleikann, að leyfa sér að skýla sér á bak við kennisetningar sem standast ekki skoðun á meðan að siðmenningin riðar til falls þegar ekkert er að gert.

Heimsþjónusta

Siðmenntaður maður þarf ekki að rífa niður kerfi fortíðarinnar með ofbeldisfullri byltingu því hann er fær um að meta félagsleg vandamál og þróa lausnir án þess að eyðileggja þær undirstöður sem þarf til að styðja við breytingar á öllum sviðum lífsins. Með trú á eðlislægri getu mannsins til að lúta vilja skapara síns, getum við leitað betri skilnings á okkur sjálfum og á tilgangi tilvistar okkar (raison d'être) hér á jörðu.

Menn þurfa að treysta á samvægisleitnina sem náttúran hefur komið fyrir í sálarlífi mannsins. Að treysta á eigin næmni fyrir sannleikanum og veruleikanum mun hjálpa einstaklingnum að gera hreint fyrir sínum dyrum á dauðlegum blekkingum og losa vitundina við nístandi ringulreið og rugl sem deyfir heila og verund mannsins.

Við lifum á tímum þar sem fjölmiðlar eru oft háðir og ófrjálsir, menntun er stundum hlutdræg og fordómar eru áberandi á samfélagsmiðlum. Sérhver maður leitar hins góða lífs en sjaldan liggur fyrir hvað það felur í sér í raun og veru. Ill öfl eru staðráðin í að kollvarpa öllum trúarbrögðum, réttum eða röngum. Þau vilja nota váleg tíðindi og félagslegan óróleika sem yfirvarp til að kasta efasemdum á gildi þeirra. Menn eru tilbúnir að fyrirgera frelsi með því að leggja traust sitt á óræðar hreyfingar þar sem samviska einstaklingsins verður að lúta vilja gerræðislegra yfirboðara.

Mitt í þessum aldarróti rís The Summit Lighthouse, vitinn á tindinum, sem andlegur turn til að halda loga undursamleikans, gleðinnar og trúarinnar lifandi að eilífu í hjörtum manna. Heimildir hennar rekja þau til reglu uppstiginna meistara og óuppstignum chela-nemum þeirra, að nafni Stóra hvíta bræðralagið. Uppstignu meistararnir hafa náð tökum á tíma og rúmi og stigið upp til himna í hvítu ljósi í nærveru Guðs. Þeir hafa einatt staðið fyrir könnun á veruleikanum og skilgreiningu á einstaklingsbundinni sjálfsstjórn frá upphafi siðmenningar.

Þessi andlega regla hefur staðið að baki hverri uppbyggilegri viðleitni sem nokkurn tíma hefur verið sett fram á jörðinni. Aðilar hennar hafa stofnað kirkjur, bræðralög, ríkisstjórnir, sjúkrahús, skóla og alls kyns góðgerðarstofnanir. Þeir hafa aðallega starfað á bak við tjöldin og hafa allra náðarsamlegast litið fram hjá ofbeldi, eigingirni og græðgi mannkynsins, alltaf leitast við að skipta út ringulreið fyrir göfug markmið og leitast virkt við að lyfta vitund mannkynsins með því að endurvekja trú mannsins á ódauðlegum örlögum hans sem sonar Guðs. Þessir óeigingjörnu þjónar hafa ekki leitað neinna persónulegra viðurkenninga og ávinninga fyrir verk sín. Þeir hafa samstillst nærveru lífsins í öllum mönnum eins og Jesú hafði verið opinberað og öðrum sem hafa verið sendir til að færa myrkvuðum heimi ljós sannleikans.

Frá stofnun sinni árið 1958 hefur The Summit Lighthouse verið „skýstólpi á daginn og eldstólpi á nóttunni til að lýsa þeim,“ sem leita sannleikans um innra sjálfið og þekkingar á alheimslögmálum til beitingar á einstaklings- og heimsvísu. Mitt í fjölþættri starfsemi hinna uppstignu meistara og útbreiðslu stofnunarinnar undir hæfri stjórn boðberanna hefur The Summit Lighthouse, með orðum Longfellow, staðið ...

Staðföst, kyrrlát, óhagganleg, sú sama
ár eftir ár, í gegnum alla hina kyrrlátu nótt
Brennur að eilífu sá óslökkvandi logi,
í skini óslökkvandi ljóss!

Tækifæri til að læra kenningarnar

Skipulagskröfur vaxandi hreyfingar hafa hinir uppstignu meistarar uppfyllt með stofnun Church Universal and Triumphant (Sigursælu alheimskirkjunnar), Summit University (Háskólann á tindinum), Montessori International (Alþjóðlega Montessori-skólann), og opnun samfélagslegra kennslumiðstöðva um allan heim. En The Summit Lighthouse stendur sem máttarstólpi á klettinum, tákn ljóssins, ÉG ER SÁ SEM ÉG ER, og tinds í tilveru hvers og eins, hin nærtæka hjálp á erfiðleikatímum. Fyrir þúsundir hollustumanna sannleikans hefur The Summit Lighthouse staðið sem viti á tindinum sem lýsir í gegnum nóttina og leiðbeinir sálinni í höfn veruleikans.

Viðmið okkar er skuldbinding við alheimsmarkmið og bræðralag mannsins undir föðurhlutverki Guðs. Þeir sem bera sömu hollustu í brjósti og við munu finna að þjónusta okkar höfðar til þeirra. Allur sannleikur á rætur að rekja til lögmáls alheimsins. Vitund mannsins, sem geymir sannleikann, veitir tækifæri til endalausrar leitunar. Þeir sem læra hjá okkur læra hvernig þeir geta sigrast á djúpstæðum takmörkunum sem í sumum tilfellum, frá fæðingu og áfram, hafa komið í veg fyrir að þeir geti notið þess ríkulega og fullkomna lífs sem þeim var ætlað að njóta.

Maðurinn er eins og blóm. Meðvitund hans og líkamsmusteri veita honum vettvang til að vinna stórkostleg afrek. Honum er ætlað að blómstra og bera ávöxt. Honum er ætlað að leita hamingju að meinlausu. Honum er ætlað að ná árangri, sigrast á erfiðleikum og takmörkunum og rísa til hæða langt yfir núverandi stöðu til að geta gagnast meðbræðrum sínum og verið samtímanum til fyrirmyndar.

Ef þú ert meðal þeirra sem eru víðsýnir og opnir fyrir nýjum vísindalegum sannindum, lyklum sem ljúka upp gáttunum fyrir vaxtarmegni þínu og frelsa þig frá streði og örvílnan, ef þú leitar að áhrifaríkri leið til að hjálpa fjölskyldu þinni og vinum og um leið uppgötva innra sjálf þitt, ef þú trúir því að lífið hafi tilgang — að neistinn hafi ekki átt að slokkna — þá bjóðum við þér að nýta þér staðreyndir og niðurstöður sem þú hefur kannski aldrei ímyndað þér að gætu verið sannar eða hugsanlegar.

Frá árinu 1958 hefur The Summit Lighthouse gefið út vikulega pistla frá uppstignum meisturum til nema sinna um allan heim. Þessi bréf, sem kallast Pearls of Wisdom (Viskuperlur), eru náin samskipti, frá hjarta til hjarta, milli gúrú-meistara og chela-nema. Þau innihalda leiðbeiningar um alheimslögmál, athugasemdir við núverandi aðstæður á jörðinni og hvaðeina sem helgiveldi Stóra hvíta bræðralagsins telur nauðsynlegt fyrir einstaklingsbundna vígslu þeirra sem eru hluti af þessari miklu hreyfingu ljósbera á jörðinni.

Bræðralag varðveitenda logans (Keepers of the Flame) er verðugur hópur karla og kvenna sem helga sig sjálfsbætingu og upplyftingu mannkynsins. Meðal margra kosta aðildar eru að fá mánaðarlegar kennskustundir sem veita stigvaxandi leiðsögn í lögmálum alheimsins og tækifæri til að sækja sérstök námskeið.

Við hvetjum þig til að skrifa okkur eða hringja í okkur til að fá frekari upplýsingar um starfsemi nema uppstiginna meistara í þínum heimahögum. Við hlökkum til að hitta þig í guðsþjónustum okkar og athvörfum.

Sjá einnig

Saga The Summit Lighthouse

Church Universal and Triumphant (Hin sigursæla alheimskirkja)

Heimildir

1981 Pearls of Wisdom (Viskuperlur).