Órómasis og Díana

From TSL Encyclopedia
This page is a translated version of the page Oromasis and Diana and the translation is 100% complete.

„Órómasis og Díana“ eru stjórnendur frumþáttar (höfuðskepnu) eldsins sem hafa umsjón með náttúrvættum eldsins, sem kallast eldandar eða salamöndrur, og þjóna þessari plánetu. Þessir tvíburalogar standa á tólftímalínunni, og eru undir stjórn fjögurra geimkrafta sem er beint út frá Meginstöðinni, og þjóna frá athvarfi Herkúlesar og Amasoníu í Yosemite þjóðgarðinum og frá athvarfi Órómasis og Díönu uppi yfir eyju í Beringshafi undan strönd Kamtsjatkaskaga.

Þjónusta þeirra

Prins Órómasis og Díana prinsessa, eins og fylgdarlið þeirra kallar þau, þjóna með hinum Tólf sólarhelgiveldum steingeitar, vatnsbera og fiska til að kenna mannkyninu að ná tökum á ljósvakasviðinu, og með helgiveldum hrúts, ljóns og bogmanns við að kenna að ná tökum á frumþætti eldsins. Þau starfa einnig með Saraþústra og prestum Melkísedeksreglunnar.

Verur af frumþætti eldsins sýsla náið við ljósvakalíkama mannsins, eða eldinn í líkama mannsins, og aðstoða hann við að ná tökum á virkni hermesarstafins og opna orkustöðvarnar sjö, auk þess að stjórna ljósflæði í gegnum orkustöðvarnar og stilla fjóra lægri líkamana.

Órómasis og Díana, sem nota uppsafnaðan kraft hins helga elds, starfa með bláleifturs- og hvíteldsenglasveitum undir stjórn sinni við að efla og hraða logavirkni endurfædds mannkyns sem svar við köllum þess. Þessi hæfni til að hraða og efla virkni hins framkallaða loga, þar á meðal þrígreinda logans í hjartanu, gerir þau sérstaklega hæf til að liðsinna við hreinsun fjögurra lægri líkama mannsins og losa efnislíkamann við úrgangssöfnun óhreinnar fæðu, lyfja og áreitis. Órómasis og Díana ættu að vera ákölluð til að "ganga í skrokk" á fjórum lægri líkömum manns og umhverfi hans á sólarhringsfresti til að hreinsa kraftsvið mannsins af úrgangi heimsins.

Eldandarnir

Salamöndrurnar undir stjórn Órómasis og Díönu eru eldverur sem umlykja regnbogageisla orsakalíkamans. Þær eru úr fljótandi eldi sem endurspeglar vitund þeirra sem þær þjóna og útlit þeirra breytist stöðugt því kamelljónalík eðli þeirra endurspeglar samstundis ljósbrot (prisma) Krists-vitundarinnar sem leikur um form þeirra.

Þessar verur spegla í raun segulmagn hinnar Miklu meginsólar og starfstæki allra uppstiginna manna og alheimsvera. Öflugar í útrás sinni og þjónustu við lífið bera þær leiftrandi hvítstaf sem veldissprota til að jafna frumþátt eldsins í heimi efnisformsins.

Salamöndrur, sem eru af mótaðar af formleysu andasviðsins, eru ekki bundnar við neina vídd. Þær eru um 2.70 metrar á hæð sem þær geta minnkað með flökti sínu niður í þumlung. Þær eru verur með gríðarlegan mátt. Þegar svartir galdramenn hafa náð tökum á þeim geta þær verið afar eyðileggjandi, en í þjónustu þeirra sem elska Krist — sem þær hafa dálæti á — er þeim einskis vant til að lyfta mannkyninu á hærra plan.

Ástkær Aríes hefur lýst verkum eldandanna:

Eldandarnir eru háir og tignarlegir, glitrandi í regnbogaeldum hins hæsta Guðs....

Eldandarnir þjóna mannkyninu með því að leysa upp, við snertingu, úrgang ekki aðeins úr efnisheiminum heldur einnig úr geð-, hugarheims- og ljósvakasviðunum. Eldur er eina leiðin til að losa frumeindir og rafeindir við þann óhroða sem maðurinn hefur lagt á þá og senda þeir hann til Hinnar miklu meginsólar til fullkominnar umskautunar og er hinn endurunni efniviður endurnotaður í hinni miklu sköpun í samhljómi aldanna.[1]

Að leysa náttúruvættina úr prísund

Órómasis og Díana segja okkur svo frá:

Hinir föllnu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir notagildi þess að stjórna náttúruvættunum. Þetta gera þeir með blóðsúthellingum í vúdú-særingum og vanhelgum djöfla-siðum, með því að kalla fram djöfullega krafta geðsviðsins og beita niðurdrepandi og tortímandi göldrum og töfraþulum sem binda dáleiðandi náttúrvættina til að fremja óhæfuverk þeirra. Undir þessari grófu misnotkun á hinum helga eldi hafa sumir eldandar sem og aðrir náttúruvættir verið í álögum í aldir og þannig hefur mannkynið farið að óttast náttúruandana og eignað þeim skaðlegar og jafnvel illskeyttnar hvatir.

Þannig liggur brýnast við að kalla fram hersveitir Mikaels erkiengils og hinnar voldugu Astreu til að leysa hina föngnu eldanda, draga þá upp í Hina segulmögnuðu Miklu meginsól að hjarta Guðs til umskautunar og endurstillingar við voldugan vilja hans þar sem öllum er ávallt gott að kneyfa úr bikari hans.[2]

Mannkynið getur kallað til Mikaels erkiengils og hinnar voldugu Astreyu til að losa eldanda og alla náttúruvætti úr viðjum niðurrifs og svartagaldurs sem kemur í veg fyrir að þau geti gegnt þjónustu sinni í fullri hlýðni við vilja Guðs.

Kallaðu á Órómasis og Díönu að taka stjórn á eldunum og halda öllum stjórnlausum, eyðandi eldum í skefjum. Í nafni Krists, skipaðu náttúruvættunum að koma slíkum eldum undir stjórn Guðs. Biðjið ástkær Helíos og Vestu að draga eldandana upp í Hina segulmögnuðu Miklu meginsól til umskautunar og samstillingar við hinn heilaga vilja Guðs. Kallaðu á hinn Guðdómlega mikla stjórnanda til að stöðva niðursveiflandi mannlegra vansæmd sem hefur njörvað náttúruvætti í lægri formum.

Biðjið einnig um að allar náttúruvættir verði hreinsaðar með samanteknum umbreytandi (alkemískum) upprisuloganum og fjólubláa loganum. Fjólublái loginn getur eytt öllum geislavirkum efnum sem hafa lagt byrðar á eldanda og jörðina með ábyrgðarlausri notkun kjarnorku. Biðjið Kyklópeu að gefa hverjum náttúruvætti guðlega ímynd og guðlega sýn gullaldarinnar, Ferningsborgarinnar og Fagurhofsins svo að hver náttúruvættur geti haldið mótinu fyrir fullkominni mynd af jörðinni. Biðjið um að jörðin verði innsigluð í smaragðsmótinu og hinu læknandi hugsunarformi.

Ráðstöfun tólf frumefna

Þann 8. júlí 1990 tilkynnti Díana:

Í dag hef ég með mér fulltrúa fyrir fjögur ríki höfuðskepnanna. Hverjum og einum ykkar er gefinn sveit náttúruvætta, sumir frá hverju ríki. Þær munu vera með ykkur og hlýða skipun ykkar sem beinist að demantshjarta Maríu guðsmóður og El Morya. Og þeir munu vera með ykkur svo framarlega sem þið annist þá og nærið þá, hafið þá með í áköllum ykkar og gefið þeim verkefni sem eru aðeins samkvæmt vilja Guðs — svo framarlega sem þið misnotið þá ekki heldur kallið á þá í mörgum, margvíslegum tilgangi í lífi ykkar, og eru þá meðtaldar lækningar á fjórum lægri líkömunum eða sinnun hagnýtra mála.... Þannig eru þær börn. Og þið megið líta svo á að þið hafið tekið að ykkur lítinn ættbálk sem er tólf að tölu.[3]

Sjá einnig

Náttúruvættir

Athvarf Órómasis og Díönu

Heimildir

Mark L. Prophet and Elizabeth Clare Prophet, The Masters and Their Retreats, sjá “Oromasis and Diana.”

  1. Beloved Aries, “As You Are Purified by Elemental Life, So Purify Elemental Life” („Eins og náttúruvættaríkið hreinsar þig, hreinsar þú sömuleiðis náttúruvættaríkið“), Pearls of Wisdom, 62. bindi, nr. 7, 15. febrúar 2019.
  2. Oromasis and Diana, Pearls of Wisdom, 23. bindi, nr. 15, 13. apríl 1980.
  3. Oromasis and Diana, “Call for the Rainbow Fire!” („Kallið eftir regnbogaeldinum!“) Pearls of Wisdom, 33. bindi, nr. 32, 19. ágúst 1990.